1,4 milljarða samstarfsverkefni styrkir gervigreindarinnviði Íslands
/

Stórt skref hefur verið stigið til að styrkja íslenska gervigreindarinnviði með nýju 1,4 milljarða króna samstarfsverkefni sem leitt er af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Verkefnið mun koma á fót miðstöð á Íslandi fyrir gervigreind og stórvirka tölvuvinnslu (e. HPC) sem mun bjóða upp á aðgang að reikniafli, gervigreindarhugbúnaði, gagnasöfnum og sérfræðiráðgjöf til að þróa, þjálfa og prófa nýjar lausnir á sviði gervigreindar.
EDIH-IS fagnar þessum áfanga, sem er í samræmi við markmið miðstöðvarinnar um að hraða stafrænum umbreytingum og styðja fyrirtæki og stofnanir við að nýta nýjustu tækni.
Nánar má lesa um verkefnið á vef Háskóla Íslands:
👉 14 milljarða samstarfsverkefni styrkir gervigreindarinnviði Íslands
IN OTHER NEWS

 
  
 


