EDIH á Íslandi
Miðstöð stafrænnar nýsköpnar á Íslandi eða EDIH á Íslandi (European Digital Innovation Hub) er net sem samanstendur af meira en 200 samskonar miðstöðvum stafrænnar nýsköpunnar um alla Evrópu. Verkefnið er fjármagnað að hálfu af Evrópusambandinu.
Tilgangur verkefnisins er að ná þeim stafrænum markmiðum sem sett eru fram í stefnu Stafræns Áratugar fyrir 2030. Áherslan er á að byggja upp getu og færni til að nýta háþróaða tækni í lykilgeirum og flýta þannig fyrir stafrænni umbreytingu innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Verkefnið styður á skilvirkan hátt við stafræna getu og færni og þar með umbreytingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og opinberra stofnana um allt Evrópusambandið.
Staðbundin miðstöð tryggir að lítil og meðalstór fyrirtæki og opinberar stofnanir njóti góðs af stafrænum vaxtartækifærum. Þetta framtak er hluti af víðtækari áætlunum Evrópusambandsins eins og Digital Europe Program og Horizon Europe. Áætlunum sem miða að því að styrkja samkeppnishæfni Evrópu á heimsvísu með stafrænni getu sem og að flýta fyrir stafrænni umbreytingu hagkerfa og samfélaga fyrir árið 2030.
Þróið og prófið
EDIH veitir fyrirtækjum tækifæri til að gera tilraunir með háþróaða tækni áður en þau leggja í stórar fjárfestingar og draga með því úr áhættu og hvetja til nýsköpunar.
Áherslan er á stafrænnar umbreytingar á sviði gervigreindar, ofurtölva og tölvuöryggi.
Menntun og fræðsla
Til að byggja upp getu og færni til nýtingar háþróaðrar tækni í gervigreind, nýtingu ofurtölva og bættu netöryggi fyrir bæði opinbera- og einkageirann er lögð þung áhersla á að bæta menntun hjá miðstöðinni. Markmiðið er að flýta fyrir stafrænni umbreytingu innanlands og innan aðildarríkja Evrópusambandsins.
Fjármögnun
Að tryggja fjárfestingu og fá aðgang að fjármögnun eru lífsnauðsynleg fyrir vöxt allra lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Rannís veitir alhliða stuðning við að finna fjármögnun fyrir stafræn verkefni.
Tengslanet
Tengslanet miðstöðvarinnar
stuðlar að öflugu vistkerfi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs bæði innlendis og erlendis.
Samvinna og tengslanet milli nemenda, vísindamanna, frumkvöðla og leiðtoga iðnaðarins.
MIÐSTÖÐIN
Ráðgjöf og stuðningur er fyrsta skrefið í átt að farsælli stafrænni umbreytingu er að skilja tækifærin og væntanlega arðsemi (ROI) sem stafræn tækni getur fært fyrirtækinu þínu. Þú getur þróða og prófað hugmyndina þína með hjálp EDIH áður en þú leggur í kostnaðasamar fjárfestingar við frekari þróun.
Miðstöðin veitir aðgang að þjónustum eins og ráðgjöf og prófunar-aðstöðu
prófunar- og tilraunaaðstöðu, "þróið og prófið" sem og stuðning við að finna fjárfestingar, tækifæri til samvinnu og þjálfun til að tryggja að starfsfólk sé betur í stakk búið fyrir stafrænar áskoranir.
Verkefnið miðar að því að veita fyrirtækjum og opinberum stofnunum aðgang að tæknilegri sérfræðiþekkingu og tilraunaaðstöðu til þess að bæta ferla sína, vörur og/eða þjónustu með stafrænum tæknilausnum. Það hjálpar fyrirtækjum að bregðast við stafrænum áskorunum og verða samkeppnishæfari.
SAMSTARFSAÐILAR
Miðstöðin er samstarfsverkefni Auðnu Tæknitorgs, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Rannís og Syndis.
EDIH á Íslandi sameinar innlenda sérfræðiþekkingu á sviðum eins og gervigreind, netöryggi, ofurtölvum
og öðrum stafrænum tæknilausnum til að efla og stuðla að stafrænni nýsköpun.
Formleg opnun EDIH-IS
21. AprÍl, 2023:
opnun miðstöðvar stafrænnar nýsköpunnar á Íslandi
Formleg opnun Miðstöðvar Stafrænnar Nýsköpunnar á Íslandi (EDIH-IS) var þann 21. apríl 2023.
Þessi stórkostlegi viðburður markaði upphaf nýs tímabils í stafrænni nýsköpun.