Gagnvist 2025

/

Ráðstefna um þróun íslenska gagnavistkerfisins var haldin í Grósku 27. nóvember.

Í lok nóvember stóð Hagstofa Íslands, í samstarfi við National Competence Center (NCC), Icelandic High-Performance Computing (IHPC), Háskóla Íslands og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-IS) fyrir ráðstefnunni Gagnvist 2025.


Markmið ráðstefnunnar var að kynna þau miklu tækifæri til verðmætasköpunar sem liggja í bættu aðgengi að gögnum og hagnýtingu gervigreindar við nýtingu þeirra. Þar komu saman haghafar innan íslenska gagnavistkerfisins, sérstaklega þeir sem safna og miðla virðisaukandi gögnum og notendur þessara gagna, bæði opinberir aðilar og fyrirtæki.


Í tengslum við ráðstefnuna var einnig haldið sérstakt gagnaþon þar sem verkefnið var að hagnýta gervigreind við úrvinnslu virðisaukandi gagna.


IN OTHER NEWS

8. desember 2025
Conference on the Development of the Icelandic Data Ecosystem
8. desember 2025
EDIH Iceland invites women who work with, or are interested in, artificial intelligence and digital technologies to join the first preparatory meeting of the Women in AI working group.
26. nóvember 2025
EDIH-IS and Enterprise Europe Network Iceland are hosting a master class in collaboration with Gate2Growth on December 2–3 at Hannesarholt, Grundarstígur 1.
SEE MORE