Gervigreind - Inngangur og læsi

/

Námskeið sem veitir grunnþekkingu og innsýn í gervigreind og hvernig hún virkar

EDIH-IS og Opni háskólinn bjóða nú upp á nýtt inngangsnámskeið í gervigreind, Gervigreind – Inngangur og læsi, kennt af Sögu Úlfarsdóttur, verkfræðingi með yfir áratugsreynslu í gervigreind og gagnavísindum.


Á heimasíðu Opna Háskólans er eftirfarandi lýsing á námskeiðinu: „Þátttakendur fá leiðsögn um þróun gervigreindar, helstu kerfistegundir (svo sem spálíkön, spjallkerfi og sjálfstæð kerfi) og hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir nýta þau. Einnig verður fjallað um siðferðileg álitamál, skekkjur í gögnum og áhættu tengda persónuvernd og notkun lokaðra AI-kerfa. Markmiðið er að útbúa þátttakendur með þekkingu til að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir um innleiðingu gervigreindar í eigin starfsemi.


„Það eru næstum allir og ömmur þeirra farnir að nota gervigreindar spjalllausnir á sama tíma og ákveðinn hópur vill alls ekki sjá þetta. Það hreyfist allt mjög hratt og óvíst hvert þetta stefnir svo eðlilega er ákveðin hræðsla í kringum það. Flest fyrirtæki eru spennt fyrir möguleikunum sem fylgja þessari tækni en fá hafa unnið mikla vinnu í kringum hana eða hvað þá myndað stefnu varðandi notkun hennar.“ segir Saga en samkvæmt henni er námskeiðið sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem vilja nýta gervigreind á ábyrgan hátt án þess að þurfa að verða tæknisérfræðingar.“


Námskeiðið er í boði bæði á íslensku og ensku. Það er stafrænt og aðgengilegt í kennslukerfi Opna háskólans.


Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Opna Háskólans.

IN OTHER NEWS

29. janúar 2026
Working on Horizon Europe proposals involving AI? This event might be for you!
22. janúar 2026
Welcome to the Equality Days event organised by Reykjavik University's Computer Science Department and EDIH's Women in AI working group
6. janúar 2026
Pan-European Working Group - Women in AI - Launched in Iceland
SEE MORE