Hakkaþon: Innbyggðir fordómar í gervigreind

/

Vertu með í ókeypis AI-þema hakkaþoni. verðlaun Í boði Origo!

Eftir því sem útbreiðsla og almenn notkun á gervigreind vex, verður sífellt mikilvægara að tryggja að hönnun þeirra og uppbygging sé algild (inclusive). Sérstaklega hafa gervigreind og stór tungumálalíkön eða LLM, sýnt eðlislæga hlutdrægni. Í þessari vinnustofu bjóðum við nemendum og nýútskrifuðum að taka þátt í verkefni með gervigreindarþema með það fyrir augum að varpa ljósi á hlutdrægni sem felst í gervigreindarlíkönum og kanna leiðir til að draga úr þessarri innbyggðu hlutdrægni þeirra. Mikilvægt er að sá hópur sem kemur að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður reiknirita og hugbúnaðar byggðar á gervigreind hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan


Þessi viðburður er á vegum WomenTechIceland í samstarfi við ADA, félag kvenna í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, og /sys/tur, samsvarandi félag við Háskólann í Reykjavík, og fer fram á háskólasvæði Háskóla Íslands. Viðburðurinn er styrktur af EDIH á Íslandi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og IHPC við tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Vinningslausnin mun fá verðlaun styrkt af Origo. Skráning er ókeypis og við bjóðum nemendur og nýútskrifaða af öllum kynjum hjartanlega velkomna til þátttöku.


Þátttakendur þurfa að koma með eigin tölvur á viðburðinn en ókeypis útgáfur af gervigreindarverkfærum verða notaðar.


Verðlaun, styrkt af Origo verða veitt fyrir þá fyrirmyndarlausn sem kynnt er. Matur og drykkur í boði meðan á viðburðinum stendur.


Viðburðurinn verður í eigin persónu og fer fram laugardaginn 12. október frá 10:00 - 15:30 í Háskóla Íslands, í stofum HT103 og HT105.


Skráðu þig hér!

IN OTHER NEWS

12. mars 2025
Celebrating Women, Non-binary, and Gender Diverse people in STEM!
7. mars 2025
Welcome to STEMming 2025!
12. febrúar 2025
Rannís, Eyvör (NCC-IS), and the European Digital Innovation Hub in Iceland (EDIH-IS) invite you to the event "Guardians against Cyber Entities – Strengthening the Digital Fortress!" on Monday, February 17, at Fenjamýri, Gróska.
SEE MORE