Námskeið: Frá viðskiptahugmynd til fjármögnunar

/

EDIH-IS og EEN á Íslandi standa fyrir "master class" námskeiði í samstarfi við Gate2Growth dagana 2.-3. desember í Hannesarholti við Grundarstíg 1.

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH) og Enterprise Europe Network á Íslandi standa fyrir "master class" námskeiði í samstarfi við Gate2Growth dagana 2.-3. desember í Hannesarholti við Grundarstíg 1. Fyrri dagurinn stendur frá kl. 10-16, en boðið er upp á einstaklingsráðgjöf seinni daginn. Athugið, það er takmarkað pláss í einstaklingsráðgjöfina og verður fundartímum úthlutað í þeirri röð sem fyrirspurnir berast.



Markmið námskeiðsins er að leiðbeina þátttakendum við að þróa öflugt viðskiptamódel, setja fram faglega viðskiptaáætlun og læra að velja réttar fjármögnunaraðferðir. Farið verður yfir hringrásar- og línuleg viðskiptamódel, áskoranir opinberra innkaupa og hvernig fyrirtæki geti sameinað einkafjárfestingu og opinbera styrki.


Sérstök áhersla er lögð á:

  • Hvernig á að laða að fjárfesta
  • Fjárhagsáætlanir og lausafjárgreiningu
  • Helstu ESB-styrki
  • Hvers vegna og hvenær á að taka þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum


Drög að dagskrá:

Þriðjudagur, 2. desember 

  • 09.30 Húsið opnar
  • 10.00-12.30 Fjármögnunarlandslagið og hringrásar/línuleg viðskiptamódel, viðskiptaáætlun
  • 12.30-13.00 Hádegismatur
  • 13.00-15.30 Að laða að fjárfesta með sterku viðskiptamódeli, opinberir styrkir / ESB-styrkir, böl eða blessun

Miðvikudagur, 3. desember

  • 09.30 Húsið opnar
  • Einstaklingsráðgjöf, sér skráning og hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær.


Leiðbeinandi
Uffe Bundgaard-Joergensen, forstjóri Gate2Growth og sérfræðingur í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja í Evrópu.
Uffe er með doktorsgráðu í hagfræði og rekstrarrannsóknum frá Kaupmannahafnarháskóla og Tækniháskóla Danmerkur. Hann hefur starfað sem ráðgjafi, rannsóknarstjóri, framkvæmdastjóri og stjórnandi í bæði einka- og opinbera geiranum. Hann er meðlimur Vísindaakademíu Danmerkur og var í 15 ár formaður danska orkumálaeftirlitsins. Hann hefur einnig starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.


Námskeiðið fer fram á ensku


Námskeiðsgjald: 4.990 kr.
Innifalið: Hádegismatur, hressing og öll gögn, þar með talið:
EU-verkefnaskýrslan Circular & Linear Business Cases and Public Procurement Challenges.
Aðgangur að G2G Business Plan Writer og fjárhagsáætlunarmódúl í 3 mánuði.


Skráning: Registration - Master Class: "From Business Creation to Getting Funded"


Námskeiðinu lýkur með einstaklingsráðgjöf þar sem þátttakendur geta fengið markvissa endurgjöf á eigin verkefni. Sérstök skráning er í gegnum netfangið hjá Kolfinnu Tómasdóttur, kolfinna.tomasdottir@rannis.is
Vinsamlegast sendið stutta lýsingu á verkefninu ykkar á ensku við skráning.


IN OTHER NEWS

6. janúar 2026
Pan-European Working Group - Women in AI - Launched in Iceland
29. desember 2025
Origo supports advanced research and innovation by providing HPC capacity for SMEs and PSOs
10. desember 2025
A course that provides foundational knowledge and insight into artificial intelligence and how it works
SEE MORE