Námskeið: Frá viðskiptahugmynd til fjármögnunar

/

EDIH-IS og EEN á Íslandi standa fyrir "master class" námskeiði í samstarfi við Gate2Growth dagana 2.-3. desember í Hannesarholti við Grundarstíg 1.

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH) og Enterprise Europe Network á Íslandi standa fyrir "master class" námskeiði í samstarfi við Gate2Growth dagana 2.-3. desember í Hannesarholti við Grundarstíg 1. Fyrri dagurinn stendur frá kl. 10-16, en boðið er upp á einstaklingsráðgjöf seinni daginn. Athugið, það er takmarkað pláss í einstaklingsráðgjöfina og verður fundartímum úthlutað í þeirri röð sem fyrirspurnir berast.



Markmið námskeiðsins er að leiðbeina þátttakendum við að þróa öflugt viðskiptamódel, setja fram faglega viðskiptaáætlun og læra að velja réttar fjármögnunaraðferðir. Farið verður yfir hringrásar- og línuleg viðskiptamódel, áskoranir opinberra innkaupa og hvernig fyrirtæki geti sameinað einkafjárfestingu og opinbera styrki.


Sérstök áhersla er lögð á:

  • Hvernig á að laða að fjárfesta
  • Fjárhagsáætlanir og lausafjárgreiningu
  • Helstu ESB-styrki
  • Hvers vegna og hvenær á að taka þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum


Drög að dagskrá:

Þriðjudagur, 2. desember 

  • 09.30 Húsið opnar
  • 10.00-12.30 Fjármögnunarlandslagið og hringrásar/línuleg viðskiptamódel, viðskiptaáætlun
  • 12.30-13.00 Hádegismatur
  • 13.00-15.30 Að laða að fjárfesta með sterku viðskiptamódeli, opinberir styrkir / ESB-styrkir, böl eða blessun

Miðvikudagur, 3. desember

  • 09.30 Húsið opnar
  • Einstaklingsráðgjöf, sér skráning og hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær.


Leiðbeinandi
Uffe Bundgaard-Joergensen, forstjóri Gate2Growth og sérfræðingur í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja í Evrópu.
Uffe er með doktorsgráðu í hagfræði og rekstrarrannsóknum frá Kaupmannahafnarháskóla og Tækniháskóla Danmerkur. Hann hefur starfað sem ráðgjafi, rannsóknarstjóri, framkvæmdastjóri og stjórnandi í bæði einka- og opinbera geiranum. Hann er meðlimur Vísindaakademíu Danmerkur og var í 15 ár formaður danska orkumálaeftirlitsins. Hann hefur einnig starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.


Námskeiðið fer fram á ensku


Námskeiðsgjald: 4.990 kr.
Innifalið: Hádegismatur, hressing og öll gögn, þar með talið:
EU-verkefnaskýrslan Circular & Linear Business Cases and Public Procurement Challenges.
Aðgangur að G2G Business Plan Writer og fjárhagsáætlunarmódúl í 3 mánuði.


Skráning: Registration - Master Class: "From Business Creation to Getting Funded"


Námskeiðinu lýkur með einstaklingsráðgjöf þar sem þátttakendur geta fengið markvissa endurgjöf á eigin verkefni. Sérstök skráning er í gegnum netfangið hjá Kolfinnu Tómasdóttur, kolfinna.tomasdottir@rannis.is
Vinsamlegast sendið stutta lýsingu á verkefninu ykkar á ensku við skráning.


IN OTHER NEWS

30. október 2025
A major step has been taken to strengthen Iceland’s artificial intelligence infrastructure through a new ISK 1.4 billion collaborative project led by Almannarómur in partnership with the University of Iceland, Reykjavík University, University of Iceland Science Park, the Icelandic Meteorological Office, and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. A national center for artificial intelligence and high-performance computing (HPC) will be established in Iceland, providing access to computing power, AI software, datasets, and expert consultation for the development, training, and testing of new AI solutions. EDIH-IS celebrates this milestone, which aligns with our mission to accelerate digital transformation and support companies and public institutions in adopting cutting-edge technologies. Read more about the project on the University of Iceland website: 👉 Major collaborative project strengthens Iceland’s AI infrastructure
15. október 2025
Join us for this exciting fundraising event hosted by Women Tech Iceland
12. október 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
SEE MORE