Netöryggi og varnarmál á mannamáli

/

Pallborðsumræður og Happy Hour í boði Defend Iceland.

Í síðustu viku fór fram afar áhugaverður og vel sóttur viðburður á vegum Defend Iceland, í samstarfi við EDIH-IS og Rannís, þar sem netöryggis- og varnarmál Íslands voru í brennidepli.


Á viðburðinum voru pallborðsumræður sem báru yfirskriftina „Ávallt viðbúin, aldrei tilbúin. Hvernig verjum við stafræn landamæri Íslands?“ en þátttakendur í pallborði voru:

  • Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar (CERTIS)
  • Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur
  • Gyða Bjarkadóttir, Defender hjá Defend Iceland
  • Bæring Logason, Upplýsingaöryggisstjóri (CISO) hjá ISAVIA
  • Pallborðsstjórnandi: Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur hjá Atvinnuvegaráðuneytinu


Þetta var frábært tækifæri fyrir sérfræðinga og áhugafólk um netöryggi og stafræna þróun að koma saman og eiga gott samtal og þökkum við Defend Iceland kærlega fyrir vel heppnaðan viðburð.


IN OTHER NEWS

29. desember 2025
Origo supports advanced research and innovation by providing HPC capacity for SMEs and PSOs
10. desember 2025
A course that provides foundational knowledge and insight into artificial intelligence and how it works
8. desember 2025
Conference on the Development of the Icelandic Data Ecosystem
SEE MORE