Netöryggisstyrkur Eyvarar NCC-IS auglýsir eftir umsóknum

/

Styrknum er ætlað að efla netvarnir hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem og opinberum stofnunum í sama stærðarflokki.

Netöryggisstyrkur Eyvarar NCC-IS auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum.


Hámarksstyrkur er níu milljónir króna og gerð er krafa um 20% mótframlag af hálfu umsækjenda. 

Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2024 klukkan 15:00.

Rannís hefur umsjón með styrknum í samvinnu við Eyvör NCC-IS og sér um yfirferð og mat umsókna. 

Sótt er um í rafrænu umsóknakerfi Rannís - Mínar síður

Nánari upplýsingar:

Netöryggisstyrkur Eyvarar

Kynningarfundur:

Áhugasömum umsækjendum er bent á að kynningarfundur fer fram í Grósku, mánudaginn 26. ágúst 2024 frá klukkan 12:00-13:30.

Á þeim fundi verður kynnt niðurstaða könnunar um áskoranir í netöryggi, sem var framkvæmd fyrr á árinu, ásamt því að farið verður yfir hvernig sækja megi um styrkinn og hvaða verkefni eru styrkhæf.

Skráning á fund í Grósku

IN OTHER NEWS

12. mars 2025
Celebrating Women, Non-binary, and Gender Diverse people in STEM!
7. mars 2025
Welcome to STEMming 2025!
12. febrúar 2025
Rannís, Eyvör (NCC-IS), and the European Digital Innovation Hub in Iceland (EDIH-IS) invite you to the event "Guardians against Cyber Entities – Strengthening the Digital Fortress!" on Monday, February 17, at Fenjamýri, Gróska.
SEE MORE