Netöryggisstyrkur Eyvarar NCC-IS auglýsir eftir umsóknum

/

Styrknum er ætlað að efla netvarnir hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem og opinberum stofnunum í sama stærðarflokki.

Netöryggisstyrkur Eyvarar NCC-IS auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum.


Hámarksstyrkur er níu milljónir króna og gerð er krafa um 20% mótframlag af hálfu umsækjenda. 

Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2024 klukkan 15:00.

Rannís hefur umsjón með styrknum í samvinnu við Eyvör NCC-IS og sér um yfirferð og mat umsókna. 

Sótt er um í rafrænu umsóknakerfi Rannís - Mínar síður

Nánari upplýsingar:

Netöryggisstyrkur Eyvarar

Kynningarfundur:

Áhugasömum umsækjendum er bent á að kynningarfundur fer fram í Grósku, mánudaginn 26. ágúst 2024 frá klukkan 12:00-13:30.

Á þeim fundi verður kynnt niðurstaða könnunar um áskoranir í netöryggi, sem var framkvæmd fyrr á árinu, ásamt því að farið verður yfir hvernig sækja megi um styrkinn og hvaða verkefni eru styrkhæf.

Skráning á fund í Grósku

IN OTHER NEWS

15. október 2025
Join us for this exciting fundraising event hosted by Women Tech Iceland
12. október 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
22. september 2025
Workshop on Grant Proposal Writing for the EU Research and Innovation Programme Horizon Europe and the European Research Council (ERC)
SEE MORE