Netviðburður: Artificial intelligence in Horizon Europe calls
/
Við vekjum athygli á spennandi netviðburði sem gæti verið mikilvægur fyrir íslenska þátttöku í Horizon Europe verkefnum á sviði gervigreindar og þverfaglegrar rannsókna

Þessi netviðburður er skipulagður sem brokerage-event, sem þýðir að þátttakendur geta:
- fundað með mögulegum samstarfsaðilum og fundið ný tækifæri til samstarfs fyrir Horizon Europe umsóknir
- tekið þátt í fyrirfram skipulögðum tengslamyndunarfundum og tengst rannsakendum, stofnunum og fyrirtækjum víða um Evrópu,
- kynnt hugmyndir sínar í stuttu „pitch“ formi fyrir samstarfsaðilum og sérfræðingum.
Viðburðurinn stuðlar sérstaklega að þverfaglegu samstarfi milli STEM (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) og félags- og hugvísinda (SSH) sérfræðinga, með áherslu á gervigreind.
🗓 Dagsetning: 25. febrúar 2026
🕤 Tími: 09:30 – 17:30 (CEST)
🌐 Form: Netviðburður (hægt að taka þátt hvaðan sem er)
Skráning og frekari upplýsingar:
📍 Skráning: opin til 24. febrúar 2026
👉 Skráðu þig hér: Horizon Europe Cluster 2 Community Platform – b2match (https://cluster2-community-platform.b2match.io/page-3011)


