Nordic HPC Summit 2025
/
Norræn nýsköpun í ofurtölvum og gervigreind!

Taktu daginn frá: 22. október 2025 | 09:00–17:00 CEST | Birger Jarl Hotel, Stockholm
EDIH-IS vekur athygli á Nordic HPC Summit 2025 – ráðstefnu um ofurtölvur og gervigreind á Norðurlöndunum. Hér koma saman frumkvöðlar, lítil og meðalstór fyrirtæki, tæknifyrirtæki og stefnumótandi aðilar til að efla samvinnu og knýja áfram nýsköpun.
Hér getur þú séð heimasíðu ráðstefnunnar: Nordic HCS Summit 2025
Þrjár ástæður fyrir því af hverju þú mátt ekki missa af Nordic HPC Summit 2025
- Innblástur: Hlustaðu á árangurssögur af gervigreind og ofurtölvum í ólíkum atvinnugreinum.
- Innsýn: Fylgstu með nýjustu þróun í ofurtölvum, gervigreind og annarri nýrri tækni.
- Tengsl:
Nýttu tækifærið til að eiga samtal við stefnumótandi aðila og kynnast verkefnum sem styðja við gervigreind og ofurtölvur á Norðurlöndum.