Opið er fyrir aðra lotu netöryggisstyrks Eyvarar

/

Opið er fyrir aðra lotu netöryggisstyrks Eyvarar, hæfniseturs fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis.

Markmið styrksins er að efla netöryggisgetu á landsvísu og er ætlað að efla aðlögun og innleiðingu á nýjum netöryggislausnum og hönnun þeirra meðal íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila. Umsóknarfrestur er 17. mars nk. kl. 15:00.


Við styrkveitingu verður lögð áhersla á eftirfarandi flokka:

  • Efling netöryggismenningar og vitundar
  • Hagnýt menntun, rannsóknir og þróun
  • Örugg stafræn þjónusta og nýsköpun
  • Öflug löggæsla, netvarnir og þjóðaröryggi
  • Skilvirk viðbrögð við atvikum
  • Sterkir innviðir, tækni og lagaumgjörð


Hámarksstyrkur verkefna er níu milljónir króna og er gerð krafa um 20% mótframlag frá styrkhöfum. Umsækjendum er bent á úthlutunarreglur og handbók sem finna má á vef Rannís sem fer með umsýslu styrksins fyrir hönd Eyvarar.
Fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn og veltu undir 50 milljónum evra eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra geta sótt um styrkinn. Einnig mega opinberar stofnanir sækja um styrkinn óháð stærð. 


Vefsvæði Netöryggisstyrks


Umsóknarfrestur er 17. mars n.k. kl. 15:00.

IN OTHER NEWS

8. desember 2025
Conference on the Development of the Icelandic Data Ecosystem
8. desember 2025
EDIH Iceland invites women who work with, or are interested in, artificial intelligence and digital technologies to join the first preparatory meeting of the Women in AI working group.
26. nóvember 2025
EDIH-IS and Enterprise Europe Network Iceland are hosting a master class in collaboration with Gate2Growth on December 2–3 at Hannesarholt, Grundarstígur 1.
SEE MORE