Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme

/

Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi

Digital Europe Programme (DEP) hefur opnað fyrir spennandi köll á sviði netöryggismála þar sem er óskað er eftir stofnunum, fyrirtækjum og/eða rannsóknarteymum til að taka þátt í öflugum samstarfsverkefnum. Sérstaklega er vakin athygli á tveimur köllum á sviði dulkóðunar í mikilvægum innviðum og netöryggis í heilbrigðiskerfinu. 


Opnað var fyrir umsóknir 12. júní 2025 og er umsóknarfrestur til 7. október 2025 kl. 17:00 (CET) 


1. PublicPQC (Post-Quantum Cryptography) – Örugg dulkóðun fyrir mikilvæga innviði 


Markmið: Stuðla að öruggri yfirfærslu yfir í skammtatölvuþolna dulkóðun (PQC) innan opinberra lykilinnviða (PKI), með áherslu á öruggar stafrænar undirskriftir, lykilstjórnun og vottunarferla. 


Fyrir hverja: 

  • Háskóla og rannsóknarstofnanir með sérþekkingu á dulkóðun 
  • Netöryggisfyrirtæki/hugbúnaðarfyrirtæki sem þróa PKI-kerfi eða dulkóðunarverkfæri 
  • Vottunarstofur (Certificate Authorities) eða aðilar sem vinna með stafræna auðkenningu 
  • Opinberar stofnanir sem bera ábyrgð á stafrænum innviðum. 


Styrkur: Allt að 50% af kostnaði, verkefni á bilinu 3-4 milljónir evra. 


Nánari upplýsingar um kallið má finna á EU Funding & Tenders Portal 


2. CyberHEALTH – Netöryggi í heilbrigðiskerfinu 


Markmið: Styðja við netöryggi sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu með tilraunaverkefnum, m.a. á sviði áætlunargerðar, fræðslu og vitundarvakningar meðal starfsfólks. 


Fyrir hverja: 

  • Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir 
  • Netöryggisfyrirtæki með reynslu af heilbrigðisgeiranum 
  • Háskóla og rannsóknarstofnanir með sérþekkingu í heilbrigðistækni og / eða netöryggi 


Styrkur: Allt að 50% af kostnaði, verkefni á bilinu 3-5 milljónir evra. Verkefnið verður að vera framkvæmt af lágmarki tveimur mismunandi umsækjendum frá a.m.k. tveimur mismunandi löndum. 


Nánari upplýsingar um kallið má finna á EU Funding & Tenders Portal 


IN OTHER NEWS

30. október 2025
A major step has been taken to strengthen Iceland’s artificial intelligence infrastructure through a new ISK 1.4 billion collaborative project led by Almannarómur in partnership with the University of Iceland, Reykjavík University, University of Iceland Science Park, the Icelandic Meteorological Office, and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies. A national center for artificial intelligence and high-performance computing (HPC) will be established in Iceland, providing access to computing power, AI software, datasets, and expert consultation for the development, training, and testing of new AI solutions. EDIH-IS celebrates this milestone, which aligns with our mission to accelerate digital transformation and support companies and public institutions in adopting cutting-edge technologies. Read more about the project on the University of Iceland website: 👉 Major collaborative project strengthens Iceland’s AI infrastructure
15. október 2025
Join us for this exciting fundraising event hosted by Women Tech Iceland
12. október 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
SEE MORE