Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme

/

Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi

Digital Europe Programme (DEP) hefur opnað fyrir spennandi köll á sviði netöryggismála þar sem er óskað er eftir stofnunum, fyrirtækjum og/eða rannsóknarteymum til að taka þátt í öflugum samstarfsverkefnum. Sérstaklega er vakin athygli á tveimur köllum á sviði dulkóðunar í mikilvægum innviðum og netöryggis í heilbrigðiskerfinu. 


Opnað var fyrir umsóknir 12. júní 2025 og er umsóknarfrestur til 7. október 2025 kl. 17:00 (CET) 


1. PublicPQC (Post-Quantum Cryptography) – Örugg dulkóðun fyrir mikilvæga innviði 


Markmið: Stuðla að öruggri yfirfærslu yfir í skammtatölvuþolna dulkóðun (PQC) innan opinberra lykilinnviða (PKI), með áherslu á öruggar stafrænar undirskriftir, lykilstjórnun og vottunarferla. 


Fyrir hverja: 

  • Háskóla og rannsóknarstofnanir með sérþekkingu á dulkóðun 
  • Netöryggisfyrirtæki/hugbúnaðarfyrirtæki sem þróa PKI-kerfi eða dulkóðunarverkfæri 
  • Vottunarstofur (Certificate Authorities) eða aðilar sem vinna með stafræna auðkenningu 
  • Opinberar stofnanir sem bera ábyrgð á stafrænum innviðum. 


Styrkur: Allt að 50% af kostnaði, verkefni á bilinu 3-4 milljónir evra. 


Nánari upplýsingar um kallið má finna á EU Funding & Tenders Portal 


2. CyberHEALTH – Netöryggi í heilbrigðiskerfinu 


Markmið: Styðja við netöryggi sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustu með tilraunaverkefnum, m.a. á sviði áætlunargerðar, fræðslu og vitundarvakningar meðal starfsfólks. 


Fyrir hverja: 

  • Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir 
  • Netöryggisfyrirtæki með reynslu af heilbrigðisgeiranum 
  • Háskóla og rannsóknarstofnanir með sérþekkingu í heilbrigðistækni og / eða netöryggi 


Styrkur: Allt að 50% af kostnaði, verkefni á bilinu 3-5 milljónir evra. Verkefnið verður að vera framkvæmt af lágmarki tveimur mismunandi umsækjendum frá a.m.k. tveimur mismunandi löndum. 


Nánari upplýsingar um kallið má finna á EU Funding & Tenders Portal 


IN OTHER NEWS

22. september 2025
Workshop on Grant Proposal Writing for the EU Research and Innovation Programme Horizon Europe and the European Research Council (ERC)
8. september 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025!
SEE MORE