Resilience Rising fjáröflunarkvöld
/
Taktu þátt í spennandi fjáröflunarkvöldi á vegum Women Tech Iceland

23. október | 🕕 18-21 | @Hafnar Haus
Taktu þátt í einstöku kvöldi með WomenTechIceland í aðdraganda 50 ára afmælis Kvennaverkfallsins. Fagnaðu með okkur, stækkaðu tengslanetið og vertu hluti af spennandi tímahylkjaverkefni. Meðal ræðumanna kvöldsins eru Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og listakonan Sara Riel.
Allur ágóði rennur til WomenTechIceland og verkefna sem styðja við fjölbreytileika og þátttöku kvenna í tækni á Íslandi.
TÍMAHYLKI
Á viðburðinum verður búið til tímahylki tileinkað konum í tækni á Íslandi, sem verður lokað hjá Kvennasögusafninu og opnað eftir 50 ár.
Með því að taka þátt tryggir þú að fleiri raddir, sjónarhorn, þekking og draumar fylgi með inn í framtíðina. Skráð saga um konur í tækni á Íslandi verður þannig heildrænni og endurspeglar nýsköpun, leiðtogahæfni, styrk og fjölbreytileika þeirra sem móta tækniiðnað landsins í dag.
Miðasala er í fullum gangi 👉🏻 https://tix.is/en/event/20407/fjaroflunarkvold-wti-seigla-og-barattuandi-til-framtidar
EDIH-IS – Miðstöð stafrænnar nýsköpunar
er stoltur styrktaraðili
Resilience Rising: Fearless Futures.