Viðburður: The Possibilities for Women in AI

/

Verið velkomin á viðburð á vegum Tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Women in AI vinnuhóps EDIH á Íslandi á Jafnréttisdögum háskólanna

Sem hluti af nýstofnuðum þver-evrópskum vinnuhópi Women in AI mun Háskólinn í Reykjavík standa fyrir pallborðsumræðum og gagnvirkri vinnustofu á Jafnréttisdögum háskólanna þar sem fjallað verður um framlag kvenna til þróunar gervigreindar og þá möguleika sem tæknin skapar til að efla jafnrétti, bæta heilsu kvenna og fleira. Dagskráin felur í sér pallborðsumræður og tækifæri til tengslamyndunar.


Vinnuhópurinn Women in AI var stofnaður af European Digital Innovation Hub á Íslandi árið 2025 og er að hluta til fjármagnaður af Evrópusambandinu. Markmið hópsins er að tengja saman og efla konur sem starfa á sviði djúptækni og gervigreindar.


Markmið þessa viðburðar er að móta nánar stefnu hópsins og fá til liðs við hann nýja meðlimi. Öll eru velkomin að taka þátt og vera með í að móta framtíð gervigreindar.



Vinsamlegast athugið að skráning er nauðsynleg: Hlekk á skráningu má finna hér: The Possibilities for Women in AI – fylla út skráningareyðublað


DAGSKRÁ:

17:00–17:10 Setning fundar, Anna Liebel, verkefnastjóri við Háskólann í Reykjavík
17:10–17:25
Gervigreind og áhrif hennar á jafnrétti kynjanna, Stella Samuelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi
17:30–18:10 Pallborðsumræður:
„Handan slagsíðu: Hvernig konur geta mótað næstu kynslóð gervigreindarkerfa. Færum umræðuna frá því að ‘laga slagsíðu’ yfir í fyrirbyggjandi hönnun kerfa“ með:

  • Helgu Hauksdóttur, sérfræðingi hjá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu
  • Stefáni Ólafssyni, aðstoðarprófessor við Háskólann í Reykjavík
  • Ólöfu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni WomenTechIceland

Fundarstjóri: Anna Liebel
18:15–18:35 Hópavinna
18:35–19:00 Tengslamyndun

IN OTHER NEWS

22. janúar 2026
Welcome to the Equality Days event organised by Reykjavik University's Computer Science Department and EDIH's Women in AI working group
6. janúar 2026
Pan-European Working Group - Women in AI - Launched in Iceland
29. desember 2025
Origo supports advanced research and innovation by providing HPC capacity for SMEs and PSOs
SEE MORE