Viðburður: The Possibilities for Women in AI
/
Verið velkomin á viðburð á vegum Tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Women in AI vinnuhóps EDIH á Íslandi á Jafnréttisdögum háskólanna

Sem hluti af nýstofnuðum þver-evrópskum vinnuhópi Women in AI mun Háskólinn í Reykjavík standa fyrir pallborðsumræðum og gagnvirkri vinnustofu á Jafnréttisdögum háskólanna þar sem fjallað verður um framlag kvenna til þróunar gervigreindar og þá möguleika sem tæknin skapar til að efla jafnrétti, bæta heilsu kvenna og fleira. Dagskráin felur í sér pallborðsumræður og tækifæri til tengslamyndunar.
Vinnuhópurinn Women in AI var stofnaður af European Digital Innovation Hub á Íslandi árið 2025 og er að hluta til fjármagnaður af Evrópusambandinu. Markmið hópsins er að tengja saman og efla konur sem starfa á sviði djúptækni og gervigreindar.
Markmið þessa viðburðar er að móta nánar stefnu hópsins og fá til liðs við hann nýja meðlimi. Öll eru velkomin að taka þátt og vera með í að móta framtíð gervigreindar.
Vinsamlegast athugið að skráning er nauðsynleg: Hlekk á skráningu má finna hér: The Possibilities for Women in AI – fylla út skráningareyðublað
DAGSKRÁ:
17:00–17:10 Setning fundar, Anna Liebel, verkefnastjóri við Háskólann í Reykjavík
17:10–17:25
Gervigreind og áhrif hennar á jafnrétti kynjanna, Stella Samuelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi
17:30–18:10 Pallborðsumræður:
„Handan slagsíðu: Hvernig konur geta mótað næstu kynslóð gervigreindarkerfa. Færum umræðuna frá því að ‘laga slagsíðu’ yfir í fyrirbyggjandi hönnun kerfa“ með:
- Helgu Hauksdóttur, sérfræðingi hjá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu
- Stefáni Ólafssyni, aðstoðarprófessor við Háskólann í Reykjavík
- Ólöfu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni WomenTechIceland
Fundarstjóri: Anna Liebel
18:15–18:35 Hópavinna
18:35–19:00 Tengslamyndun


