Viðburður: Varðmenn gegn netvættum - styrkjum skjaldborgina!

/

Rannís, Eyvör (NCC-IS) og Miðstöð Stafrænnar Nýsköpunar (EDIH-IS) bjóða á viðburðinn „Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!“ mánudaginn 17. febrúar í Fenjamýri, Grósku.

Á viðburðinum verður fjallað um netöryggisstyrk Eyvarar og hvernig hann geti nýst fyrirtækjum og opinberum aðilum. Þá munu gestir heyra reynslusögur um árangursríkar netöryggislausnir og hvernig styrkurinn hefur nú þegar nýst styrkþegum t.d. í nýsköpunargeiranum. 


Salurinn opnar kl. 11:45 og hefst fundurinn kl. 12:00.

Léttur hádegisverður í boði. 


Nauðsynlegt er að skrá sig en það er hægt að gera hér.


Dagskrá:

  • Eyjólfur Eyfells, sérfræðingur hjá Rannís og umsjónarmaður netöryggisstyrks Eyvarar, mun segja í stuttu máli frá tilkomu netöryggisstyrks Eyvarar og hvað hafa ber í huga þegar sótt erum um styrkinn.
  • Theodór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland og formaður fagráðs netöryggisstyrks, mun fjalla um helstu ógnir sem við stöndum frammi fyrir og hugmyndir að netöryggislausnum sem hægt er að sækja um styrk fyrir.
  • Tinna Harðardóttir, upplýsingatæknistjóri Innnes og meðlimur í fagráði netöryggisstyrks, mun fjalla um þær aðferðir og netöryggislausnir sem innleiddar eru hjá Innnes og hafa reynst árangursríkar.
  • Bjarki Guðmundsson, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Evolv Robotics og verkefnastjóri netöryggisvegferðar Evolv, mun fjalla um hvernig netöryggisstyrkurinn nýtist ört vaxandi sprotafyrirtæki en Evolv Robotics er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfvirknivæðingu og hlaut netöryggisstyrk sl. haust.


IN OTHER NEWS

25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
27. maí 2025
EDIH-IS is pleased to host a dedicated event to introduce artificial intelligence to Landspítali UNIVERSITY HOSPITAL STAFF
SEE MORE