Viðburður: 404 Villa! Happy hour fannst ekki
/
DEFEND Iceland býður í Happy Hour með netöryggis- og varnarmála ívafi í samstarfi við miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS)

Hvað er betra en að fá sér frískandi drykk eftir vinnu og hlusta á eldheitar umræður um öryggis- og varnarmál? Með viðburðinum langar okkur að vekja bæði athygli og umræðu á nauðsynlegri nýsköpun, þéttara samstarfi og gagnsæi þegar kemur að varnarmálum Íslands, þá sérstaklega netöryggi. Markmiðið er að eiga góða stund saman og við lofum góðum umræðum.
Defend Iceland býður upp á fordrykk á meðan birgðir endast svo verða sérstök tilboð á barnum.
Hvar? Fantasíu sal á Vinnustofu Kjarval (2.hæð)
Hvenær? 8. maí 2025 (16:00 - 18:00)
Dagskrá
- 16:00 - Hús opnar, fordrykkur í boði Defend Iceland.
- 16:30 - Dagskrá hefst.
- 16:45 - Panelumræður:
- Ávallt viðbúin, aldrei tilbúin. Hvernig verjum við stafræn landamæri Íslands?
- Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar (CERTIS).
- Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur.
- Gyða Bjarkadóttir, Defender hjá Defend Iceland
- Pallborðsstjórnandi: Sóley Kaldal, áhættustýringar- & öryggisverkfræðingur og aðalsamningsmaður í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu
- 17:30 - Happy Hour.
Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga en skráning er nauðsynleg. Hægt er að skrá sig hér.