Viðburður: 404 Villa! Happy hour fannst ekki

/

DEFEND Iceland býður í Happy Hour með netöryggis- og varnarmála ívafi í samstarfi við miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS)

Hvað er betra en að fá sér frískandi drykk eftir vinnu og hlusta á eldheitar umræður um öryggis- og varnarmál? Með viðburðinum langar okkur að vekja bæði athygli og umræðu á nauðsynlegri nýsköpun, þéttara samstarfi og gagnsæi þegar kemur að varnarmálum Íslands, þá sérstaklega netöryggi. Markmiðið er að eiga góða stund saman og við lofum góðum umræðum.

Defend Iceland býður upp á fordrykk á meðan birgðir endast svo verða sérstök tilboð á barnum.


Hvar? Fantasíu sal á Vinnustofu Kjarval (2.hæð)

Hvenær? 8. maí 2025 (16:00 - 18:00)


Dagskrá

  • 16:00 - Hús opnar, fordrykkur í boði Defend Iceland.
  • 16:30 - Dagskrá hefst.
  • 16:45 - Panelumræður:
  • Ávallt viðbúin, aldrei tilbúin. Hvernig verjum við stafræn landamæri Íslands?
  • Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar (CERTIS).
  • Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur.
  • Gyða Bjarkadóttir, Defender hjá Defend Iceland
  • Pallborðsstjórnandi: Sóley Kaldal, áhættustýringar- & öryggisverkfræðingur og aðalsamningsmaður í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu
  • 17:30 - Happy Hour.


Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga en skráning er nauðsynleg. Hægt er að skrá sig hér.



IN OTHER NEWS

25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
27. maí 2025
EDIH-IS is pleased to host a dedicated event to introduce artificial intelligence to Landspítali UNIVERSITY HOSPITAL STAFF
SEE MORE