Viðburður: Frá viðskiptahugmynd til fjármögnunar

/

Taktu þátt í hálfsdags Master Class þann 24.október næstkomandi

EDIH á Íslandi í samstarfi við EEN stendur fyrir viðburðinum „Frá viðskiptahugmynd til fjármögnunar“ fimmtudaginn 24. október n.k. í Grósku kl. 10:00-14:00.

 

Taktu þátt í hálfsdags Master Class sem ætlað er að leiðbeina frumkvöðlum í gegnum lykilþætti í gerð árangursríkrar viðskiptaáætlunar og öflunar fjármagns. Námskeiðið er í umsjá Uffe Bundgaard-Joergensen, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði, og mun hann deila innsýn sinni í það hvernig á að þróa sannfærandi viðskiptahugmynd, gera árangursríka fjárhagsáætlun og laða að rétta fjárfesta. Fjallað verður um hvernig má sameina fjármögnun úr einkageiranum með opinberum styrkjum, með sérstakri áherslu á styrki frá ESB, eins og fjármögnunarleiðir EIC og EU Innovation Fund. Þátttakendur munu læra hvernig hægt er að nýta þessa styrki til að brúa bilið í fjármögnun og auka trúverðugleika gagnvart fjárfestum. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna í viðhengi.

 

Þátttakendur fá aðgang að sérsniðnu efni, þ. á m. glærum, viðskiptaáætunum og öðru efni frá Gate2Growth í þrjá mánuði. Að auki verða persónulegir ráðgjafatímar með Uffe í boði í byrjun eða lok dags, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að fá einstaklingsbundna endurgjöf.

 

Þessi viðburður hentar vel fyrir frumkvöðla sem vilja dýpka skilning sinn á fjármögnunarleiðum og öðlast hagnýt verkfæri til að koma viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd.

 

Skráning á viðburðinn fer fram hér. Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er í boði og því nausðynlegt að skrá sig. Viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og fer fram á ensku.

 

Frekari upplýsingar um persónulega ráðgjafatíma eru væntanlega fljótlega, en við hvetjum þátttakendur til að hafa samband við Kolfinnu Tómasdóttur ef þið viljið tryggja ykkur pláss í slíkan ráðgjafatíma.

 

Þessi viðburður er haldinn af EDIH á Íslandi (European Digital Innovation Hub) í samstarfi við EEN (Enterprise Europe Network).

IN OTHER NEWS

25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
27. maí 2025
EDIH-IS is pleased to host a dedicated event to introduce artificial intelligence to Landspítali UNIVERSITY HOSPITAL STAFF
SEE MORE