Viðburður: STEM-ming International Women's Day Meetup

/

Verið velkomin ´á viðburðinn STEMming 2025!

Komdu og vertu með okkur á þessum skemmtilega árlega viðburði sem fagnar konum, Two-Spirit, trans, kynsegin, kynlausum og kynbreytilegum einstaklingum, auk stuðningsaðila í STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði).


Viðburðurinn er ókeypis þökk sé rausnarlegum framlögum samstarfsaðila okkar, Vinnustofu Kjarvals og RANNÍS EDIH Iceland, sem og samfélagssamstarfsaðilum okkar: WomenTechIceland, SKÝ, UTmessan, Konur í Orkumálum (KÍO), Women in Immersive Tech Iceland (WIITI), VERTOnet, Samtök '78, ADA – Hagsmunafélag kvenna og kvára í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, /sys/tur við Háskólann í Reykjavík, Ungar athafnakonur (UAK), Ada Konur og Iceland Innovation Week.


STEMming er hluti af Kvennaári 2025, sem er árs löng hátíð til að minnast 50 ára afmælis Kvennaverkfallsins. Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara til að hitta og tengjast samstarfsfólki í STEM og fagna með okkur.


📆 8. mars 2025

⏰ 16:00 - 19:00 

📍 Vinnustofa Kjarvals, 2. hæð Austurstræti 10a, 101 Reykjavík


Skráning fer fram hér en við minnum á að skráning er ókeypis.


Léttar veitingar í boði. Drykkir til sölu á barnum. Frábær stemning!



IN OTHER NEWS

8. september 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025!
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
SEE MORE