Vinnustofa fyrir þver-evrópska vinnuhópinn Konur í gervigreind (Women in AI)
/
EDIH Iceland boðar til fyrsta undirbúningsfundar og býður konum sem starfa með eða hafa áhuga á gervigreind og stafrænum greinum að taka þátt.

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-IS) býður til fyrsta undirbúningsfundar fyrir þver-evrópska vinnuhópinn Women in AI þar sem markmiðið er að skapa öruggt og hvetjandi rými fyrir konur sem starfa með, eða hafa áhuga á, gervigreind og stafrænum lausnum.
Á vinnustofunni verður:
- Farið yfir uppruna og sýn vinnuhópsins
- Rýnt í helstu áskoranir og tækifæri fyrir konur á þessu sviði
- Efla samstarf innan vinnuhópsins og mynda tengslanet
Þessi viðburður er frábært tækifæri til að kynnast fleiri konum með áhuga á gervigreind og leggja grunn að nýjum vinnuhóp sem Ísland leiðir næstu þrjú árin. Skráðu þig til leiks og njóttu aðventunnar með okkur!
📆 17. desember 2025
🕔 Kl. 16:30-19:00
📍 Hannesarholt, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík
Skráning fer fram hér 👉
Registration: Women in AI meeting


