Auðvarp hlaðvarp #19 Staða Íslands í tölvuöryggismálum

/

Viðtal við Theodór Gíslason Tæknistjóra og einn stofnenda Syndis.

podcast number 25

19. þáttur Auðvarpsins er helgaður tölvuöryggismálum. Í þáttinn kemur einn helsti öryggissérfræðingur landsins, sem vill sjálfur kalla sig atvinnuhakkara; Theodór Gíslason Tæknistjóra og einn stofnenda Syndis. Við kynnumst Theodor aðeins og fræðumst um ástæður þess að hann varð og er hakkari. Þar hjálpaði alvarlegt slys við Hagaskólann árið 1994, þar sem hann lenti undir strætó!


Við ræðum stöðu Íslands í tölvuöryggismálum og af hverju við flokkumst sem þriðja heimsland á öryggissviðinu. Hvers ber að varast og af hverju við höfum ekki lent í alvarlegri árás, þar sem við höfum í raun sloppið ótrúlega vel, hingað til.

Hann sér fyrir sér að með stofnun EDIH skapist tækifæri til að breyta menningu okkar m.t.t. tölvuöryggis og að það sé tækifæri til að staðsetja miðstöð hakkara á Íslandi. Þar sem við getum stofnað og starfrækt miðstöð í tölvuöryggismálum sem væri aðlaðandi fyrir helstu hakkara heimsins.


Theodór lýsir skoðun sinni á menntakerfinu og hvað þarf að bæta þar.

Svo förum við yfir stríðið í Úkraínu og hvers ber að vænta á sviði nethernaðar.


Hlustaðu hér!
25. júní 2025
Taktu daginn frá fyrir Nordic HPC Summit 2025!
24. júní 2025
Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi
27. maí 2025
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) stendur fyrir kynningu á gervigreind
Sjá meira

IN OTHER NEWS

25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
27. maí 2025
EDIH-IS is pleased to host a dedicated event to introduce artificial intelligence to Landspítali UNIVERSITY HOSPITAL STAFF
SEE MORE