CoLab#1 Menntum og deilum þekkingu á stafrænni nýsköpun
/

EDIH mun halda regluleg CoLabs til að deila þekkingu á stafrænni nýsköpun. Fyrsta CoLabið verður þann 28. mars næstkomandi í Grósku. Sverrir Geirdal byrjar á því að kynna EDIH. Því næst flytur Dr.Stefán Ólafsson frá Háskólanum í Reykjavík erindið Hvað er Gervigreind og hvaða máli skiptir tungumálið? Sophia Basílio kynnir IIIM verkefnið The Future of Icelandic Intelligent Machines. Dr.Kristinn Þórisson frá Háskólanum í Reykjavík flytur að lokum erindið Masterslína í gervigreind (AI Emphasis Line). Léttur morgunverður í boði. Verið velkomin!