Auðvarp hlaðvarp #24 Tónlistarsköpun og gervigreind

/

Viðtal við Þórhall Magnússon, tónlistarsköpun og gervigreind

podcast number 25

Framtíðin mætti í settið til að ræða tónlistarsköpun með gervigreind.


Þórhallur Magnússon prófessor í framtíðartónlist við tónlistadeild Sussex háskólans og rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands ræðir um gervigreind, sköpun og tónlist.


24. þáttur Auðvarpsins fjallar um mál málanna í dag. Hvað er gervigreind? Hvað er tónlist? Hvernig lítur næsta hljóðfæri út? Hvernig nýtist gervigreindin í tónlistarsköpun?


Þórhallur er hafsjór fróðleiks um gervigreind, hljóðfæri og sköpun. Mjög áhrifaríkt starf og rannsóknir sem Þórhallur er í forsvari fyrir. Þórhallur forritaði til að mynda upphafsstef Auðvarpsins. Í þættinum leggjum við drög að næsta stefi. Fylgist með!


Þess má geta að árið 1961 var fyrsta lagið sungið með talgervil í tölvu (IBM 7094). Lagið heitir "Daisy Bell (Bicycle Built for Two)". Afrek sem vísað er til í kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey sem kom út árið 1968. Kvikmyndin fjallar í stórum dráttum um afhjúpun á dularfullum hlut sem grafinn er undir yfirborði tunglsins og í kjölfarið er geimfar sent til Júpíter til að finna uppruna hlutarins, geimfar sem er mönnuð tveimur mönnum og ofurtölvunni HAL 9000. Hér má hlusta á lagið Daisy Bell með Hal 9000 í 2001 Space Odyssey



Hlustið hér!

fleiri greinar

25. júní 2025
Taktu daginn frá fyrir Nordic HPC Summit 2025!
24. júní 2025
Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi
27. maí 2025
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) stendur fyrir kynningu á gervigreind
Sjá meira

IN OTHER NEWS

25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
27. maí 2025
EDIH-IS is pleased to host a dedicated event to introduce artificial intelligence to Landspítali UNIVERSITY HOSPITAL STAFF
SEE MORE