Auðvarp hlaðvarp #24 Tónlistarsköpun og gervigreind
/
Viðtal við Þórhall Magnússon, tónlistarsköpun og gervigreind

Framtíðin mætti í settið til að ræða tónlistarsköpun með gervigreind.
Þórhallur Magnússon prófessor í framtíðartónlist við tónlistadeild Sussex háskólans og rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands ræðir um gervigreind, sköpun og tónlist.
24. þáttur Auðvarpsins fjallar um mál málanna í dag. Hvað er gervigreind? Hvað er tónlist? Hvernig lítur næsta hljóðfæri út? Hvernig nýtist gervigreindin í tónlistarsköpun?
Þórhallur er hafsjór fróðleiks um gervigreind, hljóðfæri og sköpun. Mjög áhrifaríkt starf og rannsóknir sem Þórhallur er í forsvari fyrir. Þórhallur forritaði til að mynda upphafsstef Auðvarpsins. Í þættinum leggjum við drög að næsta stefi. Fylgist með!
Þess má geta að árið 1961 var fyrsta lagið sungið með talgervil í tölvu (IBM 7094). Lagið heitir "Daisy Bell (Bicycle Built for Two)". Afrek sem vísað er til í kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey sem kom út árið 1968. Kvikmyndin fjallar í stórum dráttum um afhjúpun á dularfullum hlut sem grafinn er undir yfirborði tunglsins og í kjölfarið er geimfar sent til Júpíter til að finna uppruna hlutarins, geimfar sem er mönnuð tveimur mönnum og ofurtölvunni HAL 9000. Hér má hlusta á lagið Daisy Bell með Hal 9000 í 2001 Space Odyssey