Auðvarp hlaðvarp #24 Tónlistarsköpun og gervigreind

/

Viðtal við Þórhall Magnússon, tónlistarsköpun og gervigreind

podcast number 25

Framtíðin mætti í settið til að ræða tónlistarsköpun með gervigreind.


Þórhallur Magnússon prófessor í framtíðartónlist við tónlistadeild Sussex háskólans og rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands ræðir um gervigreind, sköpun og tónlist.


24. þáttur Auðvarpsins fjallar um mál málanna í dag. Hvað er gervigreind? Hvað er tónlist? Hvernig lítur næsta hljóðfæri út? Hvernig nýtist gervigreindin í tónlistarsköpun?


Þórhallur er hafsjór fróðleiks um gervigreind, hljóðfæri og sköpun. Mjög áhrifaríkt starf og rannsóknir sem Þórhallur er í forsvari fyrir. Þórhallur forritaði til að mynda upphafsstef Auðvarpsins. Í þættinum leggjum við drög að næsta stefi. Fylgist með!


Þess má geta að árið 1961 var fyrsta lagið sungið með talgervil í tölvu (IBM 7094). Lagið heitir "Daisy Bell (Bicycle Built for Two)". Afrek sem vísað er til í kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey sem kom út árið 1968. Kvikmyndin fjallar í stórum dráttum um afhjúpun á dularfullum hlut sem grafinn er undir yfirborði tunglsins og í kjölfarið er geimfar sent til Júpíter til að finna uppruna hlutarins, geimfar sem er mönnuð tveimur mönnum og ofurtölvunni HAL 9000. Hér má hlusta á lagið Daisy Bell með Hal 9000 í 2001 Space Odyssey



Hlustið hér!

fleiri greinar

15. október 2025
Taktu þátt í spennandi fjáröflunarkvöldi á vegum Women Tech Iceland
12. október 2025
Norræn nýsköpun í ofurtölvum og gervigreind!
22. september 2025
Námskeið í gerð styrkumsókna fyrir rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe og Evrópska rannsóknaráðið (ERC)
Sjá meira

IN OTHER NEWS

15. október 2025
Join us for this exciting fundraising event hosted by Women Tech Iceland
12. október 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
22. september 2025
Workshop on Grant Proposal Writing for the EU Research and Innovation Programme Horizon Europe and the European Research Council (ERC)
SEE MORE