Ferðatæknimót EDIH-IS 17. janúar 2024

/

Þann 17. janúar n.k. fer fram fyrsta fyrirtækjastefnumót EDIH-IS og er það haldið í samstarfi við Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasann. Ferðatæknimótið leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimótið er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra stafræna þróun ferðaþjónustunnar.


Markmið viðburðarins eru að:

  • Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
  • Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
  • Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
  • Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

Við hvetjum áhugasama aðila um stafræna þróun ferðaþjónustunnar til að skrá sig á viðburðinn og bóka örstefnumót við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta er kjörið tækifæri fyrir tækifyrirtæki til að kynna starfsemi sína fyrir mögulegum kaupendum innan ferðaþjónustunnar.


Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér.

fleiri greinar

15. október 2025
Taktu þátt í spennandi fjáröflunarkvöldi á vegum Women Tech Iceland
12. október 2025
Norræn nýsköpun í ofurtölvum og gervigreind!
22. september 2025
Námskeið í gerð styrkumsókna fyrir rannsókna og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe og Evrópska rannsóknaráðið (ERC)
Sjá meira

IN OTHER NEWS

15. október 2025
Join us for this exciting fundraising event hosted by Women Tech Iceland
12. október 2025
Driving Nordic Innovation in HPC and AI!
22. september 2025
Workshop on Grant Proposal Writing for the EU Research and Innovation Programme Horizon Europe and the European Research Council (ERC)
SEE MORE