Ferðatæknimót EDIH-IS 17. janúar 2024

/

Þann 17. janúar n.k. fer fram fyrsta fyrirtækjastefnumót EDIH-IS og er það haldið í samstarfi við Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasann. Ferðatæknimótið leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimótið er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra stafræna þróun ferðaþjónustunnar.


Markmið viðburðarins eru að:

  • Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
  • Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
  • Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
  • Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

Við hvetjum áhugasama aðila um stafræna þróun ferðaþjónustunnar til að skrá sig á viðburðinn og bóka örstefnumót við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta er kjörið tækifæri fyrir tækifyrirtæki til að kynna starfsemi sína fyrir mögulegum kaupendum innan ferðaþjónustunnar.


Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér.

fleiri greinar

8. desember 2025
Ráðstefna um þróun íslenska gagnavistkerfisins var haldin í Grósku 27. nóvember.
8. desember 2025
EDIH Iceland boðar til fyrsta undirbúningsfundar og býður konum sem starfa með eða hafa áhuga á gervigreind og stafrænum greinum að taka þátt.
18. nóvember 2025
EDIH-IS og EEN á Íslandi standa fyrir "master class" námskeiði í samstarfi við Gate2Growth dagana 2.-3. desember í Hannesarholti við Grundarstíg 1.
Sjá meira

IN OTHER NEWS

8. desember 2025
Conference on the Development of the Icelandic Data Ecosystem
8. desember 2025
EDIH Iceland invites women who work with, or are interested in, artificial intelligence and digital technologies to join the first preparatory meeting of the Women in AI working group.
26. nóvember 2025
EDIH-IS and Enterprise Europe Network Iceland are hosting a master class in collaboration with Gate2Growth on December 2–3 at Hannesarholt, Grundarstígur 1.
SEE MORE