Ferðatæknimót EDIH-IS 17. janúar 2024

/

Þann 17. janúar n.k. fer fram fyrsta fyrirtækjastefnumót EDIH-IS og er það haldið í samstarfi við Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasann. Ferðatæknimótið leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimótið er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra stafræna þróun ferðaþjónustunnar.


Markmið viðburðarins eru að:

  • Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
  • Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
  • Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
  • Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

Við hvetjum áhugasama aðila um stafræna þróun ferðaþjónustunnar til að skrá sig á viðburðinn og bóka örstefnumót við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta er kjörið tækifæri fyrir tækifyrirtæki til að kynna starfsemi sína fyrir mögulegum kaupendum innan ferðaþjónustunnar.


Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér.

fleiri greinar

22. apríl 2025
DEFEND Iceland býður í Happy Hour með netöryggis- og varnarmála ívafi í samstarfi við miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS)
12. mars 2025
Viðburður til að fagna konum, kynsegin og kynbreytilegum einstaklingum í STEM-greinum.
7. mars 2025
Verið velkomin ´á viðburðinn STEMming 2025!
Sjá meira

IN OTHER NEWS

12. mars 2025
Celebrating Women, Non-binary, and Gender Diverse people in STEM!
7. mars 2025
Welcome to STEMming 2025!
12. febrúar 2025
Rannís, Eyvör (NCC-IS), and the European Digital Innovation Hub in Iceland (EDIH-IS) invite you to the event "Guardians against Cyber Entities – Strengthening the Digital Fortress!" on Monday, February 17, at Fenjamýri, Gróska.
SEE MORE