Tökum við netárásir alvarlega?

/

Netárásir og áfallaþol á tímum stafrænna ógnana

Mynd af auglýsingu viðburðarins

Netárásum skipulagðra glæpahópa fjölgar hratt og hart er sótt að fyrirtækjum og stofnunum á netinu. Ekkert okkar vill lenda í næstu stóru netárás og gagnagíslatöku, hvað þá að verða fréttaefni í kjölfar slíkrar árásar. Hvernig getum við komist hjá því að verða fyrir slíkum árásum og hvernig lágmörkum við tjón af þeim árásum sem gerðar verða?

 

Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), efnir til hádegisfundar fimmtudaginn 11. apríl næstkomandi í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum.

 

Á fundinum mun Jacky Mallett, dósent við tölvunarfræðideild HR, fjalla um netglæpahópinn Akira, sem ber ábyrgð á fjölda alvarlegra árása á Íslandi undanfarið og nú síðast árásinni á Háskólann í Reykjavík. Í erindinu fer Jacky meðal annars yfir skipulagða glæpastarfsemi netárásarhópa, hvaðan þeir koma og til hvaða aðgerða fyrirtæki geti gripið svo þau lendi ekki í klóm árásarhópa. 

Þá mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðuleika, ræða aðgerðir Seðlabanka Íslands til að tryggja fjármálastöðugleika í umhverfi þar sem netárásum fjölgar hratt. 

Guðmundur Karl Karlsson hjá Íslandsbanka deilir reynslu bankans af notkun forvirkra öryggisráðstafana, ásamt því að ræða örugga forritun og mikilvægi þess að stjórnendur fyrirtækja taki netöryggi alvarlega.

 

Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar, sölu- og markaðsmála hjá Defend Iceland.


Boðið verður upp á léttan hádegisverð. 

Nauðsynlegt er að skrá sig hér.

fleiri greinar

25. júní 2025
Taktu daginn frá fyrir Nordic HPC Summit 2025!
24. júní 2025
Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi
27. maí 2025
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) stendur fyrir kynningu á gervigreind
Sjá meira

IN OTHER NEWS

25. júní 2025
Save the date for the Nordic HPC Summit 2025
24. júní 2025
Open Calls for Proposals under the Digital Europe Programme (DEP) to Strengthen Cybersecurity
27. maí 2025
EDIH-IS is pleased to host a dedicated event to introduce artificial intelligence to Landspítali UNIVERSITY HOSPITAL STAFF
SEE MORE